Mannlegi þátturinn

Þjóðdansar, þjóðbúningar, minningarganga og bækur um ofurkrafta


Listen Later

Það vakti athygli þegar leikkonan Edda Björg Eyjólfsdóttir saumaði sér 19.aldar upphlut og leyfði fólki að fylgjast með á samfélagsmiðlunum. Heimilisiðnaðarfélagið stendur fyrir ýmsum námskeiðum og kennslu í þeirri viðleitni að passa upp þennan mikilvæga menningararf okkar. Svo eru eflaust einhverjir sem eiga sér þann leynda draum að kunna að dansa íslensku þjóðdansana, þeir sjást sjaldan nú til dags. Þeir virðast einfaldir, en eru þeir það? Á morgun er 1.desember, fullveldisdagurinn, þá verður Heimilisiðnaðarfélagið einmitt með kynningu á íslensku þjóðbúningunum og handverki þeim tengdum og einnig verður gestum boðið uppí dans af félögum úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. Kristín Vala Breiðfjörð, formaður og framkvæmdastjóri Heimilisiðnaðarfélagsins kom í viðtal í dag uppábúin í 20.aldar upphlut.
Við heyrðum af fjölskyldu frá Vopnafirði sem hefur í nóvembermánuði farið samanlagt 500 kílómetra í minningargöngu til að safna áheitum til styrktar heilsugæslunni á Vopnafirði. Við hringdum í Bjart Aðalbjörnsson á Vopnafirði, en þetta söfnunarátak hefur fjölskylda hans ráðist í til minningar um móður hans, Öddu Tryggvadóttur. Bjartur sagði okkur betur frá þessari fjölskyldusöfnun í dag en áheitunum og frjálsum framlögum er safnað á reikning 0178-15-380138 og kennitölu 1300355-4989.
Svo að lokum fengum við heimsókn frá Soffíu Elínu Sigurðardóttur og Paolu Cardenas, en þær eru klínískir barnasálfræðingar. Þær hafa skrifað saman bækur fyrir börn sem eru hugsaðar sem snemmtækt inngrip í líf barna með því að kena þeim sálfræðilegar aðferðir til þess að efla sjálfsþekkingu, bjargráð og seiglu svo þau þrói ekki með sér alvarlegri vandkvæði seinna meir. Þær sögðu okkur frá bókunum og því sem þær kenna börnum í þættinum í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Allir eru að gera það / Ríó tríó (Silverstein og Jónas Friðrik Guðnason)
Gott er að gefa / Rúnar Júlíusson (Rúnar Júlíusson)
Sunnyroad / Emiliana Torrini (Emilíana Torrini og Dan Carey)
Barn / Ragnar Bjarnason (Ragnar Bjarnason og Steinn Steinarr)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners