Helsta stríðshetja Ástrala, faðir ársins, stríðsglæpamaður. Ástralski hermaðurinn Benjamin Roberts-Smith er ekki allur þar sem hann er séður. Hann myrti óbreytta borgara í Afganistan á árunum 2009 til 2012. Að auki fyrirskipaði hann aftökur án dóms og laga, hafði uppi hótanir gegn samstarfsmönnum sínum og réðst á óbreytta Afgana svo skerast þurfti í leikinn. Þetta staðfesti dómstóll í Sydney í upphafi mánaðar þegar meiðyrðamáli Roberts-Smith gegn þremur blaðamönnum sem greindu frá stríðsglæpum hans árið 2018 var vísað frá á grundvelli þess að þeir hefðu sagt satt og rétt frá misgjörðum hermannsins fyrrverandi.
Fréttirnar skóku Ástralíu og þykir sigur blaðamannanna mikilvægur fyrir fjölmiðlafrelsi í landinu. Rannsóknir standa nú yfir á öðrum stríðsglæpum og svo gæti farið að Roberts-smith verði fangelsaður fyrir glæpi sína.
Snorri Rafn Hallsson segir frá málinu í þætti dagsins