Á morgun er bóndadagurinn og þá mun hið þekkta tríó Guitar Islandscio gefa út 12 laga vínylplötu með íslenskum þjóðlögum og nótnabók með útsetningum tríósins. Frá stofnun Guitar Islancio árið 1998 hafa þeir Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson og Jón Rafnsson lagt mikla rækt við þjóðlögin sem hafa verið spiluð og sungin í gegnum aldirnar. Við heyrðum í Jóni Rafnssyni kontrabassaleikara í dag og hann sagði okkur frá ævintýrum þeirra félaga sl. 30 árs en Jón hefur komið víða við á tónlistarsviðinu hér á landi, ekki bara sem tónlistarmaður heldur hugmyndasmiður og stjórnandi viðburða og grunnskólatónleika ofl.
Comovatnið á Ítalíu býr yfir einstakri náttúrufegurð. Vatnið er við rætur Alpafjalla og hefur verið eftirsótt af hefðarfólki frá fornu fari og enn er það svo að ríka og fræga fólkið sækir þangað. Guðrún Sigurðardóttir hefur búið á Ítalíu í næstum þrjá áratugi og býr nú til skiptis á Ítalíu og Íslandi. Hún hefur verið fararstjóri með Íslendinga víðs vegar um heiminn í fjölda ára og nú ætlar hún að leiða þá í allan sannleik um lífið við Comovatn. Guðrún kom í þáttinn í dag.
Listamannahúsið Varmahlíð í Hveragerði á sér langa sögu en það var byggt árið 1929. Enn dvelja listamenn þar við sköpun og um þessar mundir er sellóleikarinn Ólöf Sigurvinsdóttir í húsinu og næstu daga ætlar hún að standa fyrir fjórum viðburðum sem tengjast byggingu listamannahússins. Við fengum Ólöfu til að segja okkur frá húsinu, viðburðunum og dvölina í þættinum.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON