Sérfræðingur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Þórhildur Bjartmarz hundaþjálfari og fyrrverandi formaður Hundaræktarfélags Íslands. Hún veit gríðarlega mikið um hundaeign á Íslandi sem hún fræddi okkur um í þættinu, og að auki talaði hún um sitt starf sem hundaþjálfari og svo bara um hunda yfirleitt. Í seinni hluta þáttarins svaraði svo Þórhildur spurningum sem hlustendur hafa sent inn í netfang þáttarins
[email protected]. Við fengum fjölda spurninga, til dæmis sem viðkoma gelti í hundi, fæði hunda, umhirðu feldsins og spurningar frá fólki sem á ekki hund en er að velta því fyrir sér, þá t.d. hvaða tegund það eigi að fá sér.
Við heyrðum svo af bjúgnaveislu á Borgarfirði Eystri. Hún er haldin í annað sinn og þar eru nú bjúgun í hávegum höfð og matreidd á annan hátt en flestir þekkja, eins og til dæmis bjúgnanachos, bjúgnakrókettur og bjúgna Wellington. Við hringdum austur og fengum Dagrúnu Óðinsdóttur, kokk á Hótel Blábjörgum, til að segja okkur meira frá þessari veislu sem haldin verður um helgina.