Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag var Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari. Hann hóf að leika ungur að aldri og var orðinn talsvert þekktur áður en hann hélt til New York í leiklistarnám í Juiliard háskólanum. Hann hefur leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta, til dæmis Vonarstræti, Svartur á leik, Ráðherranum og svo nú síðast í Svar við bréfi Helgu. Hann er nýkominn frá Berlín þar sem hann var valinn í Shooting Stars hópinn og býr nú í Svíþjóð. Við rifjuðum upp með Þorvaldi æskuna og uppvöxtinn, námsárin í New York, ferilinn og hvernig hann glímdi á stundum við leiklistargyðjuna og tók sér langt hlé frá henni og svo hvað er framundan hjá honum.
Matgæðingur Mannlega þáttarins Sigurlaug Margrét var á vettvangi í París. Hún talaði um frönsk bakarí og bakkelsi og að þau geti mögulega verið hættuleg, a.m.k. ef maður hefur ekki mikinn viljastyrk. Baguette, croissant, éclair, Louvre o.fl.
Tónlist í þættinum í dag:
Manstu ekki eftir mér / Stuðmenn (Ragnhildur Gísladóttir og Þórður Árnason)
Gravity / John Mayer (John Mayer)
I?m Still Standing / Elton John (Elton John & Bernie Taupin)
Mamma / Luciano Pavarotti og Ricky Martin (Bixio & Cherubini)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR