Mannlegi þátturinn

Þorvaldur og eldgosin, heilsa hinsegin fólks og dansslagur í Borgarleikhúsinu


Listen Later

Hættumat Veðurstofu Íslands vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga helst óbreytt. Töluverðar líkur eru á eldgosi og kvika í kvikuhólfinu undir Svartsengi á Reykjanesskaga er komin að neðri þolmörkum og því gæti gosið á Sundhnúksgígaröðinni í þessari eða næstu viku. Kvikan sem hefur safnast fyrir í kvikuhólfinu undir Svartsengi síðan síðasta eldgosi lauk er örlítið meiri en kvikan sem fór út þá. Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjalla- og bergfræði kom í þáttinn og spáði í stöðuna og nýjustu tölur.
Hinsegin fólk býr almennt við verri heilsu og líðan en þau sem eru ekki hinsegin og það þarf að bregðast við því. Þetta sýna niðurstöður rannsóknarinnar Heilsa og líðan hinsegin fólks sem er hluti af aðgerðaráætlun lýðheilsustefnu Reykjavíkur. Sérstaklega var skoðuð reynsla af ofbeldi, áfengis- og vímuefnaneyslu og geðheilsu. Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks og Harpa Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri lýðheilsumála á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, komu í þáttinn og sögðu okkur frá niðurstöðum rannsóknarinnar og hvernig þær verða nýttar.
Svo í lok þáttar fræddumst við um street dans, eða götudans, og Dance Battle, eða dansslag, sem er eins konar hólmganga í dansi þar sem dansarar sýna færni sína til að skáka andstæðingi sínum. Það mátti til dæmis sjá slíka keppni á síðustu Ólympíuleikum þar sem keppt var í breikdansi. Í gær mættust dansarar úr Íslenska dansflokknum og Ice Crew í Borgarleikhúsinu og var áhorfendum meðal annars boðið að taka þátt. Erna Gunnarsdóttir, dansari hjá dansflokknum, og Mikael Christopher Grétarsson, úr danshópnum Ice Crew, komu í þáttinn og sögðu okkur hvernig fór í gær og frá nýrri sýningu dansflokksins þar sem dansarar úr flokknum mæta street dönsurum í verki eftir íranska danshöfundinn Hooman Sharifi.
Tónlist í þættinum í dag:
Clementine / Hraun (Svavar Knútur Kristinsson)
Until I Met You / Manhattan Transfer (Freddie Green & Don Wolf)
Everything is beautiful / Ray Stevens (Ray Stevens)
Í góðu skapi / Sniglabandið (Pálmi J. Sigurhjartarson, Þorsteinn Marel Júlíusson og Björgvin Ploder)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners