Við segjum fréttir með lagi Samstöðvarinnar og ræðum síðan við Renötu Söru Arnórsdóttur og Ara Logn frá Samtökum kynlífsverkafólks um aðgerðir lögreglunnar gegn mansali og vændi. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands og Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands hafa bent á, ásamt öðrum formönnum heilbrigðisstarfsfólks, að vandinn sem ríkisendurskoðun benti á innan heilbrigðiskerfisins hafi legið fyrir árum saman. Samt gera stjórnvöld ekkert. Í lokin hringjum við til Sómalíu þar sem Helen Ólafsdóttir öryggissérfræðingur starfar, ræðum við hana um ástandið þar en ekki síður um stefnu Evrópusambandsins gagnvart þjóðarmorðinu í Gaza, en fullyrða má að Ursala van der Leyen formaður framkvæmdastjórnarinnar styðji þjóðarmorðið.