Þvottahúsið

Þvottahúsið#92 Sara Páls, dáleiðari og orkuheilari snýr aftur og dustar burt kuskið.


Listen Later

Nýjasti gestur bræðrana Gunnars og Davíðs Wiium í hlaðvarpinu Þvottahúsið er lögmaðurinn, dáleiðarinn og orkuheilarinn Sara Pálsdóttir. 

Sara sem hefur stundað dáleiðslu og orkuheilun samhliða lögmennsku í nokkur á núna segir að þessi andlega vinna sé farin að taka meira og meira yfir og að hún sé um þessar mundir hægt og rólega að draga sig úr lögmennsku og ætlar að eingöngu að einbeita sér að orkuheilun og dáleiðslu. 

Sara kom til bræðrana Gunnars og Davíðs fyrir hálfu ári eða svo í þátt #70 og í þeim þætti fór hún yfir sína sögu og aðdraganda inn i dáleiðslu og andlega velferð. 

Saga hennar er lituð af mikilli þjáningu og líkamlegum kvillum sem fylgdu mikilli uppsafnaðri neikvæðri orku sem hún hefur nú náð að losa sig við. Í lok þess þáttar leiddi hún Gunnar í djúpa dáleiðslu þar sem hann varð fyrir sterkri sálrænni reynslu sem að eigin sögn náði honum upp á nýtt vitundarstig sem einkennist af mikilli gleði og léttleika í leik og starfi. 

Í þessum nýjasta þætti sem er #92 fer Sara en frekar yfir alla þá líkamlegu kvilla sem geta orðið af neiðkvæðri orku sem við ýmist framleiðum sjálf með óheilbrigðum vitundarforritun sem og að við einfaldlega tökum á móti neikvæðri orku úr umhverfi okkar því okkur skortir styrkinn og innsæið til að hleypa henni í gegn og verða fyrir vikið ekki fyrir barðinu á henni. 

Lokatakmarkið í þessum þætti var svo að leiða Davíð í dáleiðsluástand sem lausn við krónískum verkjum í kviðholi, brjósti og mjöðmum. Verkir sem Davíð er búin að vera glíma í einhverju formi síðan hann var unglingur. Dáleiðslan gékk afar vel og augljóst var að Davíð fór í djúpt ástand dáleiðslu sem færði hann að rótum vandans. Hann nefndi í því samhengi atburði úr æsku sem og áfall sem hann varð fyrir er bróðir hans týndist í Dublin fyrir nokkrum árum síðan og hefu aldrei fundist. Eins minntist hann á álagið sem fylgdi á að vera með rekstur og mikin mannforða sem hann þurfti svo að segja upp í COVID. Hann sagði að það hefði reynst honum gríðarlega erfitt sérstaklega svona stuttu eftir að hann missti bróðir sinn á eins dularfullan hátt og raun bar vitni.  Eftir því sem leið á dáleiðsluna fór Davíð að líða betur og smátt og smátt eftir því sem Sara náði að fikra sig lengra inn í kjarnan fóru verkirnir að hverfa og í lok dáleiðslunar var hann orðin alveg verkjarlaus og vart gat leynt undrun sinni yfir því. 

https://www.facebook.com/groups/197436025213886
https://sarapalsdottir.is

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

ÞvottahúsiðBy Boxing David - Cliff W - Nóri Breiðholt

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

1 ratings


More shows like Þvottahúsið

View all
Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

13 Listeners

Draugar fortíðar by Hljóðkirkjan

Draugar fortíðar

80 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Stjörnuspeki – Orkugreining by stjornuspeki

Stjörnuspeki – Orkugreining

4 Listeners

Seinni níu by Logi Bergmann og Jón Júlíus Karlsson

Seinni níu

7 Listeners

Jákastið by Tal

Jákastið

0 Listeners

Skuggavaldið by skuggavaldid

Skuggavaldið

16 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners