Í dag er fimmtudagur og þá kom sérfræðingur í þáttinn eins og alla fimmtudaga í vetur. Í þetta sinn var það Tinna Andrésdóttir lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Hún sagði okkur frá sínum störfum hjá félaginu og frá starfsemi félagsins almennt. Svo í seinni hluta þáttarins svaraði spurningum hlustenda. Það höfðu margir hlustendur sent inn spurningar og þær snéru að ýmsum ágreiningsmálum sem geta komið upp milli húseigenda, í fjölbýlishúsum af öllum stærðum og jafnvel útaf nágrönnum í öðrum húsum. Loftnet, bílastæði, óalandi nágranni, partýstand og leki eru meðal þess sem um var spurt.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON