Við fengum sérfræðing í þáttinn í dag. Í þetta sinn var það Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og prófessor í skurðlækningum við Háskóla Íslands. Við ræddum við hann um hjartaheilsuna og svo svaraði Tómas spurningum sem hlustendur hafa sent inn í pósthólf þáttarins,
[email protected]. Rekja má um þriðjung allra dauðsfalla á Íslandi til hjarta- og æðasjúkdóma því er þetta mjög mikilvægt umræðuefni sem gott er að velta fyrir sér. Spurningarnar sem hlustendur sendu inn snérust meðal annars um blóðþrýsting, ættgengi, gáttatif, snjallúr, rauðvín og mataræði og Tómas gerði sitt besta að svara þeim.
Lukta-Gvendur / Björk Guðmundsdóttir og Tríó Guðmundar Ingólfssonar (Nat Simon og Eiríkur Karl Eiríksson)
Dansað á dekki / Fjörefni (Nicholas P. og Ellert Borgar Þorvaldsson)