Erna Blöndal tónlistarkona vinnur við meistaraverkefni í Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi við Listaháskólann og hennar rannsóknarverkefni snýr að tónlist og sálgæslu. Skiptir tónlist máli við útfarir og getur tónlist verið heilandi og hjálpað okkur í sorginni? Erna kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá.
Hanna Þráinsdóttir körfuknattleiks- og frjálsíþróttakona er meðal 30 kvenna sem tilnefndar hafa verið til kjörs á konu ársins 2022 í háskólaíþróttunum í Bandaríkjunum. Hanna er fyrsta íslenska konan sem hlotið hefur slíka tilnefningu. 223.000 konur stunduðu íþróttir í tæpum ellefu hundruð háskólum sem eru aðilar að sambandinu. Úr þessum fjölmenna hópi tilnefndu háskólarnir upphaflega 577 kvenna hóp sem var svo niður skorinn niður í 156 og að lokum, eins og áður sagði, niður í 30 konur sem koma til greina að hljóta titilinn og Hanna er ein af þeim. Við slógum á þráðinn vestur um haf og heyrðum í Hönnu í þættinum.
Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo til okkar í veðurspjall í dag. Í dag fræddi hún okkur um fjallaveðurfar.
Tónlist í þættinum í dag:
Það rökkvar í Róm / Erla Þorsteinsdóttir (Rascel Renato og Loftur Guðmundsson)
Hnefafylli af ró / Erna Blöndal (Vigdís Jónsdóttir og Þórdís Gísladóttir)
Bowling Green / Everly Brother (Terry Slater-Jacqualene Ertler)
Ég er maðurinn hennar Jónínu hans Jóns / Egill Ólafsson (George Forby og Emil Thoroddsen)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR