Mannlegi þátturinn

TRE spennulosun, lömunarveiki og veðurspjallið


Listen Later

TRE (Tension, Stress & Trauma Release) er ný leið sem ætlað er að hjálpa líkamanum að losa um spennu, streitu og áföll sem liggja djúpt í vöðvum líkamans. Leiðin er þróuð af Dr. David Berceli til að virkja náttúruleg viðbrögð líkamans á öruggan hátt með því að leyfa líkamanum að skjálfa eða titra þannig að losni um vöðvaspennu og taugakerfið róist. TRE getur einnig verið hjálpleg leið til að losa um daglega streitu og spennu vegna langvarandi álags, veikinda eða áfalla. Svava Brooks Svanhildardóttir kom í þáttinn og fræddi okkur um TRE.
Þann 24. október á hverju ári er Alþjóðadagur Polio, eða lömunarveiki. Lömunarveiki er mjög smitandi veirusjúkdómur, sem getur leitt til lömunar og dauða. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) lýsti því yfir árið 1988, að stefna yrði að útrýmingu lömunarveiki í heiminum. Síðan þá hefur smitum lömunarveiki fækkað um 99% á heimsvísu og 3 milljarðar barna hafa verið bólusett. Enn hefur þó ekki tekist að uppræta þessa veiru að fullu og til dæmis komu nýlega upp tilfelli á Gaza þar sem ekki hefur náðst að klára bólusetningu barna vegna árása Ísraelshers. Jón Karl Ólafsson, umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi, kom í þáttinn í dag, en Rótarýhreyfingin hefur unnið að útrýmingu lömunarveiki ásamt Aþjóðaheilbrigðisstofnuninni og fleiri samstarfsaðilum.
Svo var það veðurspjallið með Einari Sveinbjörnssyni. Það stefnir í að október verði þriðji kaldi mánuðinn í röð hér á landi. Langtímahorfur inn í nóvember hafa breyst síðustu daga og útlit er fyrir talsverðar breytingar í veðri frá og með helginni. Svo hélt Einar áfram að fræða okkur um veðurstöðvar landsins, en í dag sagði hann okkur frá eldri veðurstöðvum í vitum landsins, einkum Galtavita og Hornbjargsvita. Um miðja síðustu öld gegndu nærri 10 vitaverðir einnig starfi veðurathugnarmanna. Og að lokum sagði Einar okkur frá mikilvægi veðurskeyta fyrir fiskveiðar og alþjóðasiglingar við landið.
Tónlistin í þættinum
Í rökkurró (Manstu ekki vinur) / Helena Eyjólfsdóttir (B. Rau, A. Nevins, Morton Nevins, texti Jón Sigurðsson)
Allt í gúddí / Ólöf Arnalds (Ólöf Arnalds)
Vetur / Egill Ólafsson (Egill Ólafsson)
En elsker i Berlin / Kari Bremnes (Kari Bremnes)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners