Við kíktum í heimsókn á lítið verkstæði í Dalshrauni í Hafnarfirði og hittum þar Örn Ragnarsson formann Félags trérennismiða á Íslandi. Hann fann trérennismíðina þegar hann var að svipast um eftir einhverju til að taka sér fyrir hendur eftir að hann lét af störfum eftir nærri hálfa öld á vinnumarkaðinum. Nú er hann staðráðinn í því að bera út fagnaðarerindi rennismíðinnar til sem flestra og við fengum að spreyta okkur á rennibekknum hans.
Aldrei hefur verið mikilvægara en nú að fjölga sprotum og efla nýsköpun í íslensku efnahagslífi og að sama skapi auka hlut kvenna á þeim vettvangi. Nýsköpunarhraðall fyrir konur verður haldin á næstunni og hann verður kynntur á fundi á morgun. Þetta er kjörið tækifæri fyrir konur að fá aðstoð við að koma viðskiptahugmyndum sínum á markað og hugmyndin þarf ekki að vera fullmótuð eða fyrirtæki stofnað áður heldur er nóg að koma með hugmyndina og fá aðstoð við framhaldið. Meðal kennara verður Fida Abu Libdeh, forstjóri og annar stofnandi GeoSilica og við töluðum við hana í þættinum.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON