Mannlegi þátturinn

Tryggvi Hjaltason, póstkort frá Spáni og málshættir


Listen Later

Í mars 2018 skrifaði Tryggvi Hjaltason, þriggja barna faðir frá Vestmannaeyjum og sérfræðingur hjá CCP, færslu á facebook sem átti eftir að vinda upp á sig. Hann sá sig knúinn til að tjá sig eftir að hafa heyrt aftur og aftur vísbendingar um að íslenskum drengjum liði ekki vel í skólakerfinu og væru að dragast aftur úr, ekki aðeins stúlkunum heldur drengjum í löndunum sem við gjarnan berum okkur saman við, auk þess sem notkun á geðlyfjum, svefnlyfjum og klámnotkun hjá drengjum á Íslandi er talsvert meiri en í löndunum í kringum okkur. Færslan vakti mikla athygli og umræður enda tóku margir fjölmiðlar færsluna upp og birtu hana. En í fyrra, tveimur árum síðar, virtist lítið hafa gerst, mikið hafði verið talað, en lítið hafði breyst. Tryggvi kemur í þáttinn í dag og fer með okkur yfir stöðuna eins og hún er í dag.
Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Í korti dagsins ber Magnús saman umræðuna vegna farsóttarinnar á Spáni og á Íslandi, en hann hefur verið í vetrarfríi hér heima í nokkrar vikur. Hann segir líka frá páskahátíðinni sem nú stendur yfir í dymbilvikunni á Spáni, en hún er hátíðlegasti tími ársins hjá Spánverjum. Það verður líka sagt frá tilraun um fjögurra daga vinnuviku sem fyrirhugað er að framkvæma næsta haust og margir binda miklar vonir við. Í lokin segir af 5000 manna tónleikum sem fóru fram í Barcelona síðastliðið laugardagskvöld sem eru þeir fjölmennustu sem hafa verið haldnir innandyra í Evrópu frá því að farsóttin byrjaði fyrir rúmu ári.
Í lok þáttar veltum við aðeins fyrir okkur málsháttum, svona í tilefni páskanna og reyndum að komast að því hvaða hugmyndafræði elsti páskaeggjaframleiðandi landsins leggur til grundvallar þegar kemur að vali á málsháttum. Við slógum á þráðinn til Auðjóns Guðmundssonar, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Siríus í þættinum.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners