Velkomin í nýja seríu Tveggja Turna Tals – konur í íþróttaheiminum.
Í þessari seríu ræðum við við konur sem hafa markað spor í íþróttalíf okkar allra – leikmenn, þjálfara og leiðtoga, innan sem utan vallar.
Þátturinn er í boði Fiskverslunarinnar Hafsins, Golfklúbbsins Keilis, Lengjunnar og Budweiser Budvar – við þökkum þeim innilega fyrir stuðninginn.
Fyrsti gestur okkar í þessari seríu er barnastjarna úr Kópavoginum. Hún hefur spilað á tveimur stórmótum með íslenska landsliðinu, unnið Íslands- og bikarmeistaratitla með bæði Stjörnunni og Breiðabliki, og leikið sem atvinnumaður í Svíþjóð. Hún er í dag fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks – og útskrifaðist aðeins 24 ára gömul með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja.
Við kynnum til leiks Öglu Maríu Albertsdóttur.