Mannlegi þátturinn

Umboðsmaður skuldara, skíðaskotfimi og Afrekshugur Nínu


Listen Later

Af hverju tekst sumum alltaf að finna peninga meðan aðrir eru alltaf blankir? Leitin að peningunum er heiti á fjölbreyttu fræðsluefni sem finna má á síðu embættis umboðsmanns skuldara og er aðgengilegt öllum. Umboðsmaður skuldara tók til starfa 1. ágúst 2010 og megintilgangur embættisins er að bæta stöðu einstaklinga sem eiga í greiðsluerfiðleikum og auðvelda þeim að koma greiðslubyrði og skuldastöðu í ásættanlegt horf. Ásta Sigrún Helgadóttir er umboðsmaður skuldara og hún kom í þáttinn í dag.
Skíðaskotfimi telst kannski ekki til vinsælustu íþrótta á Íslandi, það er kannski helst að við höfum séð hana í sjónvarpinu þegar keppt er á Vetrarólympíuleikunum eða eitthvað slíkt. Hún er engu að síður stunduð hér á landi og við hringdum norður á Akureyri og töluðum við Vadim Gusen, en hann og eiginkona hans Verinoka Lagun fluttu til Íslands frá Litháen fyrir þrettán árum og eru nú bæði gönguskíðaþjálfarar og kenna skíðaskotfimi fyrir norðan. Vadim fræddi okkur um skíðaskotfimi í þættinum.
Árið 1931 var Waldorf Astoria hótelið opnað í New York og þá um leið var afhjúpað verkið The Spirit of Achievement, Afrekshugur eftir Nínu Sæmundsson, fyrstu íslensku konuna sem gerði höggmyndalist að ævistarfi sínu. Styttan varð fljótt eitt af einkennismerkjum New York borgar og nú 90 árum síðar hefur verið stofnað félag í Rangárþingi eystra sem ber nafnið Afrekshugur og hefur það að markmiði að láta gera afsteypu af styttunni og reisa hana á Hvolsvelli, en Nína fæddist einmitt í Fljótshlíðinni og er án efa þekktasti listamaður sveitafélagins. Ríkisstjórnin veitti þessu framtaki veglegan stuðning á dögunum og hver veit nema Afrekshugurinn verði risinn á Hvolsvelli á næsta ári, þegar 130 ár verða liðin frá fæðingu Nínu. Margrét Blöndal var á ferðinni og heimsótti Friðrik Erlingsson, rithöfund, formann félagins og fékk að vita meira um hugmyndina og þessa merku listakonu Nínu Sæmundsson.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners