Mannlegi þátturinn

Unnur Birna, iðnaðarhampur og sóttvarnir á Heilsuvaktinni


Listen Later

Við fjölluðum ítarlega um tókófóbíu, eða fæðingarótta, fyrr í vetur og ræddum við Unni Birnu Björnsdóttur tónlistarkonu sem hefur verið haldin þessari fóbíu undanfarin ár en tókófóbía er sjúkleg hræðsla við þungun og fæðingu og getur leitt til þess að kona sleppir alfarið barneignum eða frestar því í lengstu lög. Þegar við ræddum við Unni átti hún fáeinar vikur eftir af sinni fyrstu meðgöngu og útskýrði á einlægan hátt hversu íþyngjandi þessi fóbía hefur verið henni og hversu mikinn stuðning hún hafi fengið frá öðrum konum í svipaðri stöðu. Nú er Unnur búin að eiga litla stúlku og við fengum að vita í þættinum í dag hvernig þetta gekk allt saman og hvernig gengur í dag.
Síðasta vor var reglugerð breytt tímabundið svo leyfilegt var að rækta iðnaðarhamp á Íslandi, háð skilyrðum og takmörkunum svo tryggt sé að ekki verði fluttar inn eða ræktaðar plöntur sem innihalda vímuefnið THC í nýtanlegu magni, eða að hámarki 0,2%. Einhverjir hófust strax handa og nýttu síðasta sumar í tilraunaræktun, enda er hægt að nýta iðnaðarhamp í margvíslegum tilgangi. Það sem hægt er að gera úr honum eru meðal annars trefjaplötur, steypa, pappír, eldsneyti og textíll. Eins matvæli, fæðubótarefni, skepnufóður og lyf. Kristinn Sæmundsson er einn þeirra sem fór af stað síðasta vor og uppskera sumarsins var að hans sögn nokkuð góð. Við ætlum að fá Kristinn til þess að segja okkur aðeins frá sinni reynslu af þessari ræktun og hvernig hann sér þetta fyrir sér hér á eftir.
Í guðanna bænum ekki byrja að knúsast aftur segir Hildur Helgadóttir hjúkrunarfræðingur sem á sæti í farsóttarnefnd Landspítalans. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hana á heilsuvaktinni í dag um hvaða lærdóm um sóttvarnir við getum dregið af heimsfaraldrinum. Mun minna er af sýkingum af ýmsu tagi núna á meðan fólk heldur uppi ströngum sóttvörnum.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR?
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners