Mannlegi þátturinn

Útilykt, SJÚKÁST og hæfileikakeppni grunnskóla á Suðurlandi


Listen Later

Öll þekkjum við útilykt. Það er lyktin sem kemur af okkur þegar við erum búin að vera úti, yfirleitt tengjum við hana við vor eða sumar og jafnvel nýslegið gras. En hún getur verið alls konar. Það er mismunandi lykt á mismunandi stöðum, úti í móa, niður í fjöru, niður á höfn. Árstíðirnar hafa mismunandi lykt. Fishersund og 66°Norður hafa sameinað krafta sína og skapað ilmheim innblásinn af íslenskri útilykt. Ilmvatnið er handgert hér á Ísland og unnið úr íslenskum lækningajurtum og jurtaolíum. Við fengum Lilju Birgisdóttur frá Fishersundi og Fannar Pál Aðalsteinsson frá 66°Norður í þáttinn í dag til að segja okkur meira frá útilykt.
Árleg forvarnarherferð Stígamóta, SJÚKÁST, um ofbeldi í nánum samböndum ungmenna er komin í loftið. Í ár leggja Stígamót sérstaka áherslu á að ungt fólk þekki muninn á heilbrigðum, óheilbrigðum og ofbeldisfullu samböndum og hafa til þess sett í loftið sambandspróf á heimasíðu átaksins, www.sjukast.is. Heiðrún Fivelstad, verkefnastýra SJÚKÁST kom í þáttinn og fræddi okkur um þetta átak.
Skjálftinn, hæfileikakeppni grunnskólanna á Suðurlandi var haldinn í fyrsta sinn um helgina. Keppnin fór fram í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn og þar sýndu 8 skólar í Árnesþingi atriðin sín. Skjálftinn byggir á hugmyndafræði Skrekks sem haldinn hefur verið fyrir nemendur í grunnskólum Reykjavíkur í áratugi og sú sem á heiðurinn af því að Skrekkur hefur nú eignast lítinn bróður á Suðurlandinu er Ása Berglind Hjálmarsdóttir tónmenntakennari í Þorlákshöfn. Margrét Blöndal brá sér í Grunnskólann í Þorlákshöfn í gærmorgun og hitti Ásu Berglindi og Önnu Laufeyju Gestsdóttur nemanda í 10. bekk en hún á upphaflegu hugmyndina að atriði Þorlákshafnar sem hreppti annað sætið í keppninni.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners