Mannlegi þátturinn

Útivist, hundasnyrtingar og ísbirnir


Listen Later

Við fjölluðum um vetrarútivistarferðir í þættinum, en það er t.d. hægt að taka þátt í skíðaferð í Bjarnarfirði á vegum Útivistar í vetur en í dag héldum við áfram að fjalla um útivistarmöguleika yfir vetrartímann til dæmis á vegum Útivistar. Félagið er 46 ára gamalt og býður til ferða í vetur, gönguferða, skíðaferða, jeppaferða, svo eitthvað sé nefnt og framundan eru t.d. léttar gönguferðir í nálægð við höfuðborgina. Ásta Þorleifsdóttir situr í stjórn félagsins og kom í spjall í dag.
Svo fórum við í heimsókn á hundasnyrtistofu uppi á Höfða. Þar ræður Stella Gísladóttir ríkjum. Á meðan hún var að snyrta agalega sætan Havanese hund veitti hún okkur innsýn inn í störf hundasnyrtisins. Hvað er það helsta sem hundaeigendur leitar til hennar með? Nú eru hundategundir gríðarlega mismunandi að stærð og gerð, fylgja þá mismunandi meðferðir mismunandi tegundum? Hundasnyrtispjall í þættinum í dag.
Kristín okkar Einarsdóttir játaði í Mannlega þættinum í dag að á göngum sínum um Bjarnarfjarðarhálsinn, sem er í næsta nágrenni við heimili hennar, lítur hún stundum í kringum sig til að fullvissa sig um að ekki sjáist til hvítrar skepnu á hæðunum í kring, sem gæti þá mögulega verið hungraður ísbjörn. Kristín leitaði því til Kristins Schram þjóðfræðings sem um árabil hefur stundað rannsóknir á sögum og sögnum af ísbjörnum.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners