Danski samtímakórinn Vocal Line, nýkrýndur sigurvegari „Eurovision Kóranna 2019“ kemur í tónleikaferðalag til landsins og heldur tónleika á morgun í Hofi á Akureyri.Í gegnum árin hefur Vocal Line öðlast mikla viðurkenningu fyrir starf sitt, bæði í Evrópu og víðar um heim og unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna. Vocal Line var valinn „Eurovision kór ársins 2019“, í keppni sem haldin var í Svíþjóð milli 10 evrópskra kóra og í þessum kór er einn Íslendingur , þingeyingurinn Gunnar Sigfússon, svo það má segja að hann sé eini Íslendingurinn sem hafi unnið Eurovision. En vegna þessarra tengsla við Ísland heldur kórinn nú loksins í langþráða tónleikaferð til Íslands til að leyfa Íslendingum að njóta tónlistarinnar. Við hringdum í Gunnar í þættinum
Ásta Þórisdóttir starfar sem listgreinakennari í Grunnskólanum á Hólmavík - Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum hitti Ástu og bað hana að segja frá starfinu.
Ég elska þig er heitið á grein sem Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkur skrifaði á bb.is. Þar fjallar hann um ástina og segir meðal annars að það sem er svo dásamlegt við ástina er að það er svo mikið til af henni. Nú stendur yfir Ástarvika í Bolungarvík með fjölbreyttri dagskrá. Þegar hún var fyrst haldin árið 2004 var markmiðið að fá bæjarbúa til að fjölga sér, en hún hefur þróast í gegnum árin og við fengum Jón Pál bæjarstjóra til að fræða okkur frekar um hana og ástina í þættinum.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON