Mannlegi þátturinn

Verkjasjúklingar, iðjuþjálfar og háþrýstimeðferð


Listen Later

Við fræddumst í dag um verkjasjúklinga, sem sagt þegar fólk glímir við langvinnandi verki og stoðkerfisvanda, en um 20% þjóðarinnar býr við hamlandi verki að einhverju leiti. Hrefna Óskarsdóttir er sviðstjóri iðjuþjálfunar á verkjasviði Reykjalundar, auk þess að kenna við Háskólann á Akureyri, hún kom í þáttinn og sagði sína eigin reynslusögu. En hún hefur glímt sjálf við verki og þar sem hún er einmitt sjálf iðjuþjálfi á verkjasviði þá mætti ætla að hún hefði nægilegar upplýsingar og skilning og verkfæri til að takast á við verkina, en staðreyndin var sú að því duglegri sem hún var í því að gera það sem var „rétt“ samkvæmt verkjafræðunum, því verkjaðri varð hún. Þá voru góð ráð dýr. Hrefna sagði okkur sína sögu í þættinum og vonast eftir að umræðan komi meira upp á yfirborðið í framhaldi.
Heilbrigðismál voru í brennidepli hjá okkur á þessum þriðjudegi. Iðjuþjálfar er mikilvægt heilbrigðisstarfsfólk og næsti sunnudagur er dagur iðjuþjálfunar. Í Ljósinu starfa 13 iðjuþjálfar sem í þverfaglegum teymum sérsníða endurhæfingu og stuðning við yfir 600 krabbameinsgreinda í mánuði og öll þessi vika er tileinkuð iðjuþjálfun í Ljósinu. Guðrún Friðriksdóttir og Kolbrún Halla Guðjónsdóttir frá Ljósinu komu í þáttinn, en þær eru nýkomnar af fyrstu sameinaða Evrópuráðstefna iðjuþjálfara.
Svokölluð háþrýstimeðferð sem fer fram á Landspítalanum hefur hjálpað um 60 langtíma covid sjúklingum að ná bata eftir erfið eftirköst sjúkdómsins á borð við heilaþoku, síþreytu og viðvarandi flensu einkenni. Sumir þeirra hafa jafnvel ekki haft orku svo mánuðum skiptir til að sinna börnum og einföldum húsverkum án þess að örmagnast og hafa þurft að vera frá vinnu vegna veikinda og orkuleysis. Erlendar rannsóknir sýna að háþrýstimeðferð, sem gengur út á súrefnisinntöku í háþrýstiklefa í 90 mín á dag, hjálpar frumum að endurnýja ónýta og bólgna vefi, t.d. af völdum covid, og gerir það að verkum að heilaþoka minnkar og orka fólks eykst. Dæmi eru um að fólk sem var hætt að geta synt stuttar vegalengdir, hreyft sig eða bara leyst Sudoku er farið að geta sinnt því aftur eftir meðferð. Enn aðrir eru farnir að vinna aftur, stunda nám á ný og geta lifað eðlilegu lífi. Helga Arnardóttir hitti tvo starfsmenn háþrýstiklefans á Landspitalanum, Nönnu Ólafsdóttur hjúkrunarfræðing, sem hefur starfað þar lengi, og ítalska háþrýsti-og köfunarlækninn Leonardo Sturlu Giampaoli.
Tónlist í þættinum í dag:
Ég vil fara upp í sveit / Ellý Vilhjálms (Carasella, texti Jón Sigurðsson)
Nantes / Beirut (Zach Conlon)
Augun þín blá / Óðinn Valdimarsson og Hljómsveit Finns Eydal (Jón Múli Árnason og Jónas Árnason)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

476 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners