Mannlegi þátturinn

Vernd mannlegra innviða, ungir aðstandendur og plastmengun


Listen Later

Vernd mannlegra innviða á Reykjanesi er nafnið á pistli sem Diljá Ámundadóttir Zoega skrifaði á visir.is. Hún er með diplómu á meistarastigi í sálgæslufræðum og hefur mikið skoðað áföll og samfélagsleg áföll. Í greininni er hún að velta fyrir sér stöðunni á Reykjanesi, þar sem til dæmis hefur verið samþykkt frumvarp á Alþingi um vernd innviða á Reykjanesi. Diljá bendir á að það þurfi líka að huga að vernd mannlegra innviða á Suðurnesjum. Því það sem til dæmis íbúar Grindavíkur eru að ganga í gegnum sé samfélagslegt áfall og að það þurfi að hjálpa þeim að vinna úr afleiðingum þess. Diljá útskýrði þetta betur fyrir okkur í þættinum.
Að vera barn, systkini, vinur eða náinn aðstandandi krabbameinsgreinds einstaklings getur verið mikil áskorun fyrir fólk. Hvað þá þegar maður er unglingur með öllu sem því tilheyrir. Þetta getur margt úr skorðum og eðlilegt að spurningar vakni og hvaða tilfinningar er eðlilegt að vera að glíma við. Kraftur og Bergið Headspace ætla að sameina krafta sína og bjóða ungmennum á aldrinum 14 til 20 ára upp á að koma og ræða hvernig er að vera aðstandandi krabbmeinsgreinds einstaklings á morgun í húsnæði Krafts Skógarhlíð 8. Guðlaug Ragnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Krafti kom í þáttinn.
Jóhanna Vilhjálmsdóttir kom svo í Heilsuspjallið og í dag talaði hún um plast og plastmengun. Það er plast allstaðar í kringum okkur, í umhverfinu og í matnum og þessar öragnir finnast orðið í nánast öllu.
Tónlist í þættinum í dag:
Tondeleyo - Björk Guðmundsdóttir og Tríó Guðmundar Ingólfssonar (Sigfús Halldórsson og Tómas Guðmundsson)
Ég nefni nafnið þitt / Kristjana Arngrímsd (Kristjana Arngrímsdóttir og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Húsin í bænum / Egill Ólafsson (Gunnar Þórðarson og Tómas Guðmundsson)
Oddaflug / Hildur Vala (Hildur Vala)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners