Mannlegi þátturinn

Verndarar barna, koma handritanna og Ilmur lesandi vikunnar


Listen Later

Í dag hefst hin árlega Landssöfnun Barnaheilla undir heitinu Hjálpumst að við að vernda börn. Ljós verða seld út um land allt og mun ágóði sölunnar renna til forvarnaverkefnisins Verndarar barna. Verkefnið er forvarnarverkefni, ætlað fullorðnum til að öðlast þjálfun og þekkingu í að fyrirbyggja og bregðast við kynferðisofbeldi á börnum. Við fengum Guðrúnu Helgu Bjarnadóttur, verkefnisstjóra landssöfnunarinnar, í þáttinn í dag til þess að segja okkur meira frá söfnuninni og málefninu.
Þór Fjalar Hallgrímsson, starfsnemi hér á Rás 1 og nemi í Hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands, hefur undanfarnar vikur fundið áhugaverða gullmola úr safni útvarpsins. Í dag ætlum við einmitt að flytja einn slíkan, en í síðustu viku voru liðin 51 ár síðan fyrstu íslensku fornbókahandritin komu aftur til landsins. Það var 21. apríl 1971 sem danska herskipið Vædderen kom með Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða. Nokkrum dögum fyrr, þegar skipið var að leggja úr höfn í Danmörku, fór Jökull Jakobsson, leikskáld og útvarpsmaður, þá 37 ára, með hljóðnemann út í bæ og spurði nokkra vegfarendur hvað þeim fyndist um heimkomu handritanna og um áhuga þeirra á íslenskum fornbókmenntum. Við heyrðum þetta innslag í þættinum í dag.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Ilmur Stefánsdóttir, leikmyndahönnuður og listakona. Hún hefur auðvitað gert leikmyndir fyrir fjölda leikrita, nú síðast í Fyrrverandi sem frumsýnt var fyrir skemmstu í Borgarleikhúsinu. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Hún sagði frá bókunum Framúrskarandi vinkona eftir Elena Ferrante, On Earth We're Briefly Gorgeous eftir Ovean Vuong og Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu eftir Olgu Tokarczuk. Svo sagði hún frá þeim miklu áhrifum sem bækur Astrid Lindgren hafði á hana, t.d. Elsku Míó minn.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners