Nýverið var gefinn út leiðbeiningarbæklingurinn Við andlát maka sem ætlaður er aðstandendum við makamissi. Aðstandendur geta staðið uppi ráðalausir eftir ástvinamissi og það kemur gjarnan á óvart hversu mikið umstang fylgir andláti. Hvert á að snúa sér og hvernig til að átta sig á réttindum og skyldum sem upp koma við andlát? Guðrún Ágústsdóttir, sem hefur verið ráðgjafi hjá LEB, tók þetta mikilvæga verkefni að sér og aflaði upplýsinga úr öllum áttum um hvað beri að gera og hvernig fyrir hinn eftirlifandi eftir andlát maka. Guðrún var gestur þáttarins í dag.
Um þessar mundir heyrir maður oft talað um bólgueyðandi mataræði. Hvað er það? Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir kom í þáttinn og sagði að það spili margt inní sem gerir það að verkum að bólgur myndist í líkamanum.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Kristján Kristinsson fiskifræðingur hjá Hafró. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON