Þegar Vigdís Grímsdóttir varð sjötug var blásið til fögnuðar henni til heiðurs og að óvörum. Þar stigu fram margar góðar skáldkonur og héldu ræður og sungu, og í framhaldinu var bæði haldið málþing og myndlistarsýning. Nú tveimur árum síðar er enn verið að fagna, og full ástæða til. Hausthefti Tímarits Máls og menningar er helgað Vigdísi spjaldanna á milli og í kvöld verður útgáfuboð Vigdísarheftisins haldið í Gunnarshúsi. Víðsjá dagsins er forsmekkur að því teiti, líka tileinkaður þessari grallaralegu galdrakonu og góða rithöfundi, Vigdísi Grímsdóttur.