Við erum alltaf með sérfræðing í þættinum á fimmtudögum. Í dag var það tannlæknirinn Vilhelm Grétar Ólafsson, en hann lagði stund á sérfræðinám í tannfyllingum og tannsjúkdómafræði í Bandaríkjunum og sinnir í dag ýmsum sérverkefnum eftir tilvísunum, svo sem meðhöndlun á erfiðum tannvandamálum vegna undirliggjandi sjúkdóma, meðhöndlun á glerungseyðingu, tannasliti o.fl.
Vilhelm er jafnframt lektor í Tannfyllingum og Tannsjúkdómafræði við Háskóla Íslands, er virkur í rannsóknarstarfi, hefur í samstarfi við aðra vísindamenn birt fjölda faggreina í innlendum og erlendum fagtímaritum og heldur reglulega fyrirlestra, innanlands og erlendis.
Hlustendur sendu inn spurningar í vikunni og við höfðum þetta eins og venjulega, töluðum almennt um tannheilsu í fyrri hluta þáttarins og lögðum svo spurningar hlustenda fyrir Vilhelm í seinni hlutanum.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR