Mannlegi þátturinn

Vin dagsetur og kaffistofa Samhjálpar


Listen Later

Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir. Vin sækja notendur sem margir hverjir glíma við langvinna geðrofssjúkdóma (t.d. geðklofa), og þeir hafa gegnum tíðina mótað úrræðið að sínum þörfum. Rauði Krossinn sá um rekstur Vinjar í nærri þrjá áratugi en í fyrra tók Reykjavíkurborg við rekstrinum og fyrir skemmstu samþykkti borgarráð niðurskurðartillögur sem hafa sett starfsemi úrræðisins í uppnám. Gestir Vinjar eru viðkvæmur hópur og þessar fréttir hefur komið þeim í óþægilegt óvissuástand. Halldóra Pálsdóttir, mannfræðingur og forstöðukona á Vin og Bjarni Kristinn Gunnarsson sálfræðingur hjá Reykjavíkurborg komu í þáttinn í dag og fóru með okkur yfir stöðuna og sögðu frá samstöðufundi og afhendingu undirskriftarlista sem fram fer í dag kl.17 við Ráðhúsið.
Kaffistofa Samhjálpar var opnuð árið 1981 en hafði þá bækistöðvar við Hverfisgötu í Reykjavík. Seinna fluttist kaffistofan í Borgartúnið þar sem hún hefur verið um árabil. Kaffistofan er ætluð þeim sem eru í neyð og hafa ekki tök á að sjá sér fyrir mat sjálf. Þangað sækir meðal annars fólk sem neytir áfengis- og fíkniefna auk fólks sem glímir við andleg og líkamleg veikindi af ýmsum toga. Aðsóknin hefur aukist og þörfin sjaldan verið meiri. Rósý Sigþórsdóttir verkefnisstjóri og forstöðumaður kaffistofunnar kom í þáttinn í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Það snjóar / Sigurður Guðmundsson (Norman Newell, Iller Pattacini og Bragi Valdimar)
Undrastjarna / Hljómar (höf.óþekktur, texti Rúnar Júlíusson)
Jólasnjór /Ellý og Vilhjálmur Vilhjálms (Jón Sigurðsson og Jóhanna G. Erlingsson)
Allt er gott um jólin / Bjarni Ara (Bjarni Ara og Kristinn G. Bjarnason)
Anda inn / Heimilistónar (Katla Margrét Þorgeirsdóttir)
Ef ég nenni / Helgi Björnsson(Adelmo Zucchero Fornaciari og Jónas Friðrik Guðnason)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners