Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur og verkfræðingur er föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn. Hana þarf nú vart að kynna, enda hefur hún verið einn allra vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar í um tvo áratugi. Bækur eftir hana hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál og hafa komið út í yfir 100 löndum. Yrsa hefur þrisvar sinnum hreppt Blóðdropann, verðlaun Hins íslenska glæpafélags, nú síðast fyrir bókina Bráðin sem kom út 2020. Nýjasta bók hennar, Lok, lok og læs kom út á liðnu ári og hefur eflaust verið í mörgum jólapökkum þessi jólin. Við ætlum að fá Yrsu til að segja okkur frá því hvar hún er fædd og uppalin, frá ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag og því hvenær hún byrjaði að skrifa.
Í matarspjalli dagsins ætlum við að fá föstudagsgestinn, Yrsu Sigurðardóttur, til að sitja áfram með okkur og Sigurlaugu Margréti. Þá fáum við að vita hvað er hennar uppáhaldsmatur, hvort hún sé mikill kokkur og þá hvaða rétti henni þykir skemmtilegast að elda. Auk þess forvitnumst við um mat í skáldsögunum hennar.
UMSJÓN ÞORGERÐUR ÁSA AÐALSTEINSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON