Ástvaldur Zenki Traustason, tónlistarmaður og Zen kennari, kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um zen iðkun og hvernig hún getur gert lífið betra. Ástvaldur sagði okkur sína sögu tengda Zen en hann dvaldi í Japan í sex mánuði þar sem hann lærði og nam Zen fræði.
Parkinsonsamtökin stóð fyrir ráðstefnunni Höldum takti ? Parkinson og endurhæfing í Hörpu um helgina. Þar var lögð áhersla á mikilvægi endurhæfingar í meðferðinni við Parkinson. Þar var kynnt starfsemi Takts og þá endurhæfingu sem er í boði fyrir fólk með Parkinson og fleira. Við fengum Ágústu Kristínu Andersen forstöðumann Takts, miðstöðvar Parkinsonsamtakanna og Ernu Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra Parkinsonsamtakanna til að segja okkur meira af því sem þarna fór fram.
Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur var svo hjá okkur með sitt vikulega veðurspjall. Í dag fræddi hún okkur til dæmis um perlumóðuský, sem sást víst lítið af yfir hátíðirnar hér á landi.
Tónlist í þættinum í dag:
Sveinbjörn Egilsson / Þokkabót (Gylfi Gunnarsson og Þórarinn Eldjárn)
Pabbi vill mambó / Páll Óskar og Milljónamæringarnir (Fisher og textahöfundur ókunnur)
Traustur vinur / Upplyfting (Jóhann G. Jóhannsson)
Út í veður og vind / Stuðmenn (Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR