Heimskviður

113 | Sundrung í Bandaríkjunum og Mormónar í Utah


Listen Later

Ótal fréttir hafa verið sagðar undanfarin misseri af sundrungu í bandarískum stjórnmálum og samfélagi. Skotvopnaeign, löggjöf um þungunarrof, lögregluofbeldi gegn svörtum, brottflutningur bandaríska hersins frá Afganistan, innrásin í þinghúsið í Washington og um það bil allt sem Donald Trump segir og gerir. Já þau hafa verið ófá þrætueplin þar vestra. Sundrung í Bandaríkjunum hins vegar er ekki ný af nálinni, heldur á sér miklu lengri sögu sem Donald Trump ber sannarlega ekki einn ábyrgð á, segir Leonard Steinhorn sem er stjórnmálaskýrandi hjá CBS sjónvarpsstöðinni. Birta Björnsdóttir hitti Steinhorn á dögunum.
Safnaðarmeðlimir Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, mormónarnir bandarísku, hafa ekki beint átt sjö dagana sæla undanfarið. Þó að sértrúarsöfnuðir undan Mormónakirkjunni hafi lengi verið undir smásjánni hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum, reyndar í um það bil 130 ár, þá er eins og fjölmiðlar vestanhafs hafi núverið tekið til við að dusta rykið af gömlu hneykslismálunum, kynferðisbrotunum, sértrúarsafnaðarleiðtogunum og ógeðinu sem fékk að grassera undir niðri, eins og svo oft, í nafni trúar. Nú tróna sjónvarpsseríur um mormóna á toppum vinsældarlista streymisveita, fréttastofan AP afhjúpaði gróft kynferðisbrotamál gegn börnum innan mormónakirkjunnar fyrr í mánuðinum og lög sem bönnuðu fjölkvæni verið milduð all verulega í Utah, heimaríki þeirra sem vilja eiga fleiri en eina eiginkonu, eða eiginmann eftir atvikum. Þetta hjúskaparform hefur þó lengi fengið að viðgangast undir rós, nokkuð lengi verandi eiginlega tvær aldir. Sunna Valgerðardóttir kynnti sér málið.
Í Heimskviðum er fjallað um allt það sem gerist ekki á Íslandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimskviðurBy RÚV

  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3

4.3

15 ratings


More shows like Heimskviður

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

482 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

25 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

131 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

93 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

16 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

36 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

9 Listeners