Nú þegar næstum átta mánuðir eru liðnir frá því Rússar réðust inn í Úkraínu ætlum við að fjalla um þessa innrás út frá tveimur ólíkum sjónarhornum. Við ætlum að fara yfir hvernig staðan er á vígvellinum og hvernig þetta gæti litið út næstu mánuði og við ætlum líka að velta fyrir okkur annarri hlið á þessum átökum. Hvernig baráttan fer fram á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Björn Malmqust ræðir við Friðrik Jónsson, sérfræðing í öryggis- og varnarmálum og Elfu Ýr Gylfadóttur framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar.
Á fimmtudaginn var voru fimmtíu ár liðin frá flugslysi í Andes-fjallgarðinum. Í vélinn var rugby lið á leið í keppnisferð ásamt fjölskyldum sínum og vinum. Af þeim 45 sem voru um borð í vélini lifðu 16 af þegar þeim var bjargað 72 dögum eftir slysið. Hópurinn hafði löngu verið talinn af og það eina sem þau sem lifðu af gátu gert til að halda sér á lífi á ísköldu fjallinu var að leggja sér til munns líkamsleifar félaga sinna sem létust í slysinu. Birta rifjar upp þessa merkilegu sögu.
Í Heimskviðum er fjallað um það sem gerist ekki á Íslandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.