Síðustu daga höfum við rætt við þrjá framleiðendur á samfélagsmiðlinum TikTok. Einn er aktívisit, annar förðunarfræðingur og sá þriðji glensar en þar sem þau eru öll á aldrinum 18 til 23 ára eru þau hreinlega, allt of gömul til þess að teljast raunsannir fulltrúar helstu notenda miðilsins. TikTok er nefnilega einna vinsælast meðal yngra fólks, barna og unglinga, svo í dag gerum við okkur ferð upp í Langholtsskóla og hittum TikTokkara á besta aldri: Önnu Maríu Sonde.
Við heimsækjum Gallerí Port við Laugarveg þar sem ljósmyndasýningin Amerískir draumar, American Dreams, eftir Snorra Sturluson stendur yfir. Snorri bjó um 16 ára skeið í borginni og á sýningunni varpar hann upp litlum smámyndum af lífinu í stærstu borg Bandaríkjanna, frá falli tvíburaturnanna að kjöri Donalds Trump.
Julius Pollux heldur áfram að rannsaka hljóðmyndir heimsins í Lestinni í dag. Að þessu sinni veltir hann fyrir sér hljóðunum sem einkenna íslenskt bæjarlandslag, niðinn í bílum.
Og við ræðum um eftirtektarverða forsíðu þýska dagblaðsins Suddeutsche Zeitung í síðustu viku þar sem 185 leikarar komu saman út úr skápnum undir myllumerkinu #Actout.