Heimskviður

152| Uppgjör við fortíðina í Chile og óspennandi kosningar í Rússlandi


Listen Later

Líkt og fjallað hefur verið töluvert um í fréttum verða forsetakosningar í Bandaríkjunum eftir rúmt ár. Bandaríkin eru þó ekki eina stórveldið sem heldur slíkar kosningar á næsta ári því að í mars verða forsetakosningar í Rússlandi. Það er óhætt að segja að það ríki ekki mikil spenna varðandi það hver hljóti flest atkvæði í Rússlandi. Það eru ekki aðeins við fréttamenn sem fylgjumst spennt með því hvernig kosningarnar í Bandaríkjunum fara. Sérfræðingar telja að það geri Rússlandsforseti líka. Fari svo að Trump hafi betur, þá er mögulegt að hann dragi úr stuðningi við Úkraínu - og það er það sem stjórnvöld í Rússlandi vona að gerist. Dagný Hulda Erlendsdóttir tekur nú við og ræðir við prófessor í stjórnmálafræði frá Rússlandi um klæki Pútíns og elítunnar í kringum hann sem hefur verið við völd í Rússlandi alla þessa öld.
Á miðvikudaginn hófu stjórnvöld í Síle stórt og sögulegt verkefni. Að komast að því hvað varð um þúsundir manna sem hurfu í stjórnartíð einræðisherrans Augustos Pinochet. Hingað til hafa fjölskyldur, ættingjar og vinir enga aðstoð fengið frá yfirvöldum í þessari leit, þrátt fyrir að rétt tæp 50 ár séu frá valdaráninu. Fjölskyldur fórnarlambanna vonast eftir bótum frá ríkinu og nýr forseti, einn af þeim yngstu sem gegna því embætti á heimsvísu, segir að réttlætið sé loksins í augsýn - fjölskyldurnar eigi rétt á að vita um afdrif ástvina. En hvers vegna er það fyrst núna, hálfri öld síðar, sem stjórnvöld í Síle eru tilbúin til að horfast í augu við fortíðina. Bjarni Pétur Jónsson skoðaði málið.
Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimskviðurBy RÚV

  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3

4.3

15 ratings


More shows like Heimskviður

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

480 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

148 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

25 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

131 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

93 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

15 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

35 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

9 Listeners