Við hringjum til New York og spjöllum við Konráð Birgisson, eða Kid Krono, 17 ára Íslending sem semur lag fyrir rapparann Kanye West, lagið Louie Bags sem kemur út á Donda 2.
Rósa María Hjörvar flytur sinn þriðja og síðasta pistil um tilfinninguna reiði og hvernig hún birtist í menningu og stjórnmálum samtímans.
Við ræðum svo um starfsumhverfi sviðslistafólks við Karl Ágúst Þorbergsson. í gær var tilkynnt hvaða sviðslistahópar fá listamannalaun og í kjölfarið hafa sprottið upp umræður og gagnrýni um fyrirkomulag starfslaunanna meðal sviðslistafólks.