Heimskviður

203 - Meintur morðingi í New York og Stonehenge


Listen Later

Forstjóri tryggingafyrirtækis var skotinn til bana úti á götu í New York í Bandaríkjunum í síðustu viku. Morðið hefur vakið mikla athygli og það má segja að það veki athygli á brotalömum í bandaríska heilbrigðiskerfinu. Meintur morðingi var handtekinn í vikunni og morðið og ástæður þess verið mikið í fjölmiðlum alla þessa viku, og má segja að honum hafi verið hampað af mörgum. Aðallega af því að hann er að ráðast á kerfið, heilbrigðiskerfið bandaríska sem svo margir eru ósáttir við og sérstaklega gagnvart tryggingafyrirtækjum, þau græða á tá og fingri á meðan fólkið þarf að greiða fúlgur fjár fyrir heilbrigðisþjónustu. Og það er líka algengt að þeir sem brjóta reglurnar vekja athygli fólks og það vill skilja hvers vegna hann gerir þetta. Af því að þessi maður sem er í haldi, Luigi Mangione, var fyrirmyndarnemandi og fátt sem benti til þess að hann væri líklegur til að fremja morð.
Í seinni hluta þáttarins förum við til Stonehenge en fyrr á þessu ári komu fram nýjar upplýsingar um þetta dularfulla og heillandi mannvirki á Salisbury-sléttunni í suðvesturhluta Englands. Upplýsingar sem varpa betra ljósi á uppruna steinanna sem mynda Stonehenge - en vekja líka upp áhugaverðar spurningar um hvernig það var skipulagt og reist fyrir um fimm þúsund árum. Í vísindagrein í Nature er sýnt fram á að einn af lykilsteinunum í þessu mannvirki - Altarissteinninn svonefndi, sem vegur um sex tonn - var fluttur alla leið frá norðurhluta Skotlands, um sjö hundruð og fimmtíu kílómetra leið. Nýjar upplýsingar, sem vekja upp nýjar spurningar. Það er Björn Malmquist sem ætlar að reyna að svara einhverjum þeirra. Eins og til dæmis, hvernig steinninn komst alla þessa leið og hvernig Stonehenge var reist á sínum tíma.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimskviðurBy RÚV

  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3

4.3

14 ratings


More shows like Heimskviður

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

480 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

147 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

128 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

21 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

11 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

72 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

25 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

11 Listeners

Eftirmál by Tal

Eftirmál

33 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

4 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

26 Listeners