Þjóðverjar ganga að kjörborðinu á morgun. Kosningarnar verða spennandi en þjóðernisflokkurinn Afd verður líklega næst stærstur. Fylgi við hann hefur aukist mikið, sérstaklega meðal ungra karla. Það dugir þó líklega ekki til að flokkurinn komist í stjórn, því hinir flokkarnir hafa flestir sameinast um að vinna ekki með Afd að loknum kosningum. Stjórnarmyndun gæti því bæði orðið flókin og tímafrek.
Einræðisherrann Jósef Stalín er einn afkastamesti fjöldamorðingi mannkynssögunnar. Grimmd hans beindist ekki síst að rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni og hann lét handtaka og myrða fjölda patríarka, presta og munka og ríflega 40.000 kirkjur voru lagðar í rúst eða teknar undir aðra stafsemi á stjórnartíma hans. Það skýtur því skökku við að því er nú hreyft í Rússlandi að rétt væri að taka hann í dýrlinga tölu, en rímar reyndar við það á undanförnum árum og áratugum hafa vinsældir Stalíns aukist.