Heimskviður

212 - Ris og fall Diddy og hörmungar á Gaza


Listen Later

Tónlistarmaðurinn og viðskiptamógúllinn P. Diddy á yfir höfðu sér rúmlega fjörtíu ákærur vegna kynferðisofbeldis, mansals, nauðgana og annars grófs ofbeldis. Réttarhöldin hefjast í byrjun maí. Stór og öflug skaðabótafyrirtæki hafa safnað frásögnum af ofbeldinu úr ýmsum áttum og fengu um 26.000 ábendingar um ofbeldi, flestar í gegnum samfélagsmiðla.
Nokkur hundruð þeirra eru metnar trúðverðugar og um fjörtíu mál hafa verið höfðuð. Hóp- eða fjöldamálsóknir af þessu tagi eru algengar í Bandaríkjunum. Hafsteinn Dan Kristjánsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir bæði kosti og galla við málsóknir af slíku tagi. Helstu ókostirnir séu þeir að þær séu mjög timafrekar, sem komi bæði niður á þolendum og gerendum, og að fyrirtækin séu gjörn á að safna fleiri sögum af ofbeldi í hagnaðarskyni.
Samtökin Læknar án landamæra hafa lýst Gaza sem heimsins hættulegasta stað fyrir börn. Ísraelsher hefur síðan haustið 2023 drepið þar tugi þúsunda, börn og fullorðna - og sært enn fleiri.
Tíu börn á dag, að meðaltali, misstu annan fótinn eða báða, samkvæmt samantekt frá Barnaheillum 7. janúar í fyrra, þegar þrír mánuðir voru frá því Ísraelar hófu árásir. Margir læknar segjast aldrei hafa upplifað neitt þessu líkt áður.
Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru hlutfallslega hvergi í heiminum fleiri börn sem hafa misst útlimi. Eitt þessara barna, Asil Al-Massri, er í dag átján ára og býr á Íslandi. Hún sagði Dagnýju Huldu Erlendsdóttur sögu sína.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimskviðurBy RÚV

  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3

4.3

15 ratings


More shows like Heimskviður

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

457 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

135 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

26 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

32 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

6 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

28 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

8 Listeners