Lestin er á götunni í dag. Við kíkjum á uppruna hipphoppsins og Jungle tónlistar sem rekja má aftur til sex sekúndna trommusólós frá árinu 1969.
Við hugum einnig að málefnum líðandi stundar. Vargur herjaði á vesturbæinn um helgina, fullorðinn maður fór um með spreybrúsa, merkti hús, verslanir og bílskúra, hlífði engu og engum. Þetta er auðvitað algjör vitleysa, en ekki er öll vitleysan eins og af því tilefni rifjum við upp pistil Tómasar Ævar Ólafssonar um veggjakrot.
Og að lokum veltum við fyrir okkur fyrirbæri sem er ekki beint til íslenskt hugtak yfir en tilraunir hafa verið gerðar með, leifturlýður, skyndiskríll, skyndihópun og förum 20 ár aftur aftur í tímann til fyrsta flash mobsins.