Gamla eldavélin mín er loks komin á eftirlaun en hún hefur verið í stöðugri notkun frá árinu 1948, þar til nú um helgina. Í Lestinni í dag ætla ég að minnast Rafha-eldavélarinnar minnar og kynna mér sögu hennar, heyra um hafnfirska fyrritækið sem framleiddi vélina og fyrri eiganda sem bakaði margar sortir af smákökum fyrir hver jól í litla ofninum.
Við fylgjum eftir örseríu Lestarinnar frá því í síðustu viku með einu aukainnslagi. Í síðustu viku fjölluðum við um innflytjendastefnu Íslands í kringum seinni heimsstyrjöld, um það hvernig íslensk stjórnvöld neituðu fjölmörgum gyðingum um hæli hér á landi. Að þessu sinni veltum við fyrir okkur stöðunni í samtímanum.
Hvað segir BDSM kynlífsleikir okkur um vald í mannlegu samfélagi. Hlédís Maren Guðmundsdóttir flytur okkur pistil um franska heimspekinginn Michel Foucault og lærdómana sem hann dró af BDSM-kynlífi.
Og við heyrum tvær jólasögur frá ritlistarnemum í HÍ.