Við veltum fyrir okkur framtíð hlaðvarps í ljósi nýlegs risasamnings streymisveitunnar Spotify við viðtalsþáttastjórnandann Joe Rogan. Gestir verða Gunnlaugur Reynir Sverrisson, einn stjórnenda tæknivarpsins og myrkraverka-hjónin Svandís Sigurðardóttir og Jóhann Már Ævarsson
Halldór Armand Ásgeirsson flytur sinn vikulega pistil á þriðjudegi og veltir fyrir sér máli málanna. Víðtækum mótmælum um gjörvöll bandaríkin og myndbandið sem kveikti reiðiölduna, myndbandi af því þegar hvítur lögreglumaður þrýstir hné að hálsi svarts borgara George Floyd í 8 mínútur og 46 sekúndur.
Við heyrum líka um hvernig tónlistarbransinn hefur tekið þátt í svokölluðum myrkvuðum þriðjudegi þar sem nánast allri tónlistarútgáfu hefur verið frestað og fyrirtæki hafa sent starfsfólk heim til að rækta eigin nærsamfélag og stuðla að breytingum í kjölfar morðsins á George Floyd. Dyggðaflöggun eða leið að raunverulegum umbótum?