Heimskviður

85 | Göngutúr í Addis Ababa og sár í norrænu samstarfi


Listen Later

Þann 3. nóvember í fyrra brutust út átök á milli stjórnarhersins í Eþíópíu og frelsishers Tigray, TPLF, í Tigray héraði. Átökin hafa því staðið í heilt ár. Þúsundir hafa látið lífið í átökum síðastliðin árs og yfir tvær milljónir hrakist fráa heimilum sínum, hluti íbúa landsins glímir nú við mikla hungursneyð. Á þessu ári sem hefur liðið frá því átökin hófust hafa fregnir borist af hræðilegum mannréttindabrotum, fjöldamorðum og hópnauðgunum. Nú eru það uppreisnarmennirnir sem virðast hafa yfirhöndina. Síðustu vikur færst harkalega í aukanna. Við bregðum okkur í göngutúr í Addis Ababa með Geir Konráð Theodórssyni, sem þar býr ásamt unnustu sinni og ræðum sömuleiðis við Bjarna Gíslason, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar og Helen Maríu Ólafsdóttur hjá þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu, um þessu miklu átök og framtíð Eþíópíu.
Norrænt samstarf hefur löngum verið talið til fyrirmyndar í samvinnu sjálfstæðra og fullvalda ríkja. Í meginatriðum gengur það út á að borgarar ríkjanna fimm njóti sama réttar í öllum löndunum og heimamenn, vinnumarkaðurinn hefur verið sameiginlegur í meira en sextíu ár, fólk getur ferðast á milli án þess að sýna vegabréf og sótt skóla. Á nýafstöðnu Norðurlandaráðsþingi urðu fulltrúar Norðurlandanna sammála um að vilja græða sár og leysa deilur og illindi sem upp komu í kórónuveirufaraldrinun þegar þjóðirnar skelltu í lás og lokuðu landamærum án samráðs við grannþjóðirnar. Vonir standa til þess að þeirri öfugþróun sem hefur verið í norrænu samstarfi á undanförnum árum hafi verið snúið við á þingi Norðurlandaráðs. Bogi Ágústsson flytur okkur þennan pistil.
Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimskviðurBy RÚV

  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3

4.3

15 ratings


More shows like Heimskviður

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

482 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

25 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

131 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

93 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

16 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

36 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

9 Listeners