Í Þýskalandi var á dögunum tekinn í gagnið 9 evru miðinn, miði sem gildir í heilan mánuð um allt þýskaland í júní, júlí eða ágúst. Rithöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson veltir verðbólgu og almenningssamgöngum, friðartíma og aperol spritz fyrir sér í nýjum pistli.
Við hringjum til Osló og heyrum um nýtt þjóðarsafn Noregs fyrir list, arkitektúr og hönnun. Bergsveinn Þórsson safnafræðingur kíkti á þetta stærsta safn skandinavíu í morgun, en það opnaði um helgina.
Við setjumst svo í kaffi með Agli Sæbjörnssyni fyrir utan Nýlistasafnið í reykjavík og ræðum saman um intenetlist og sýndarheima.
Og við ræðum Grímuverðlaunin sem verða afhent á morgun.