Heimskviður

92 | Óöldin í Kasakstan er sagan að endurtaka sig í Bosníu?


Listen Later

Við hefjum þáttinn í Kasakstan. Þetta dularfulla land Kasakstan náði nefnilega að fanga athygli umheimsins um stund í vikunni sem leið. Það er nefnilega svo að frá áramótum hafa að minnsta kostið 164 Kazakar, mest megnis almennir borgarar, látið lífið í átökum milli mótmælenda og öryggissveita, og tæplega tíu þúsund manns hafa verið handtekin. Þessum mótmælum, sem er nú er lokið, eru mestu átök sem brotist hafa út í landinu frá því Sovétríkin liðuðust í sundur og landið öðlaðist sjálfstæði árið 1991. Frasinn frægi, að það sé víða pottur brotinn einhversstaðar, á nefnilega vel við um Kasakstan. Við ræðum við Yerzhönu Akhtmezhanovu, sem hefur búið á Íslandi frá árinu 1997.
Fyrir tæpum þrjátíu árum frömdu Bosníuserbar hryllileg voðaverk í stríðinu í Bosníu-Herzegóvínu - meðal annars fjöldamorð á þúsundum manna í bænum Srebrenica. Stríðið endaði á því að þeir urðu hluti af Bosníu, en með sjálfsstjórn. Nú eru Bosníu-Serbar með þjóðernissinnaðan leiðtoga sem hefur dregið þá úr sameiginlegum stofnum Bosníu-Herzegóvínu. Er sagan frá því fyrir tæpum þrjátíu árum að endurtaka sig? Hallgrímur Indriðason fjallar um málið og spyrMagneu Marinósdóttur alþjóðastjórnmálafræðing að því, og hvaða áhrif þetta getur haft á framtíð landsins.
Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimskviðurBy RÚV

  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3

4.3

15 ratings


More shows like Heimskviður

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

482 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

25 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

131 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

93 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

16 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

36 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

9 Listeners