Heimskviður

94 | Danir útvista fangelsun og milljónir íbúa Afríku án rafmagns


Listen Later

Undir lok síðasta árs gerðu dönsk yfirvöld samkomulag við yfirvöld í Kósóvó um að leigja rými fyrir hundruði fanga frá Danmörku og fjárfesta um leið í grænni orkuþróun í Kósóvó. Engir fangaflutningar eru hafnir enn og málið ekki farið mjög hátt en það vekur upp stórar og flóknar spurningar um samvinnu Evrópuríkja, valdaójafnvægi og innflytjendamál. Er danska ríkið að útvista sínum vandamálum til annars ríkis eða hagnast allir? Jóhannes Ólafsson segir okkur frá þessu áhugaverða máli og ræðir bæði við Magneu Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðing og sérfræðing í jafnréttismálum og Guðmund Inga Þóroddsson, formann Afstöðu, félags fanga.
Um 600 milljónir Afríkumanna, fleiri en búa í tíu fjölmennustu Evrópuríkjunum, eru án rafmagns. Það hefur fjölgað í þessum hópi um tæplega tuttugu prósent frá aldamótum, þrátt fyrir allar þær tækniframfarir sem orðið hafa á þessum tíma. Orkuskipti í flestum afríkuríkjunum ganga hægt en þau sem búa vel, hafa á síðustu mánuðum tekið fram úr Íslandi þegar kemur að raforkuframleiðslu með jarðvarma. En þrátt fyrir fjölbreyttar grænar auðlindir eiga sum ríkjanna, eins og Suður-Afríka, erfitt með að tryggja íbúum rafmagn en þar er það nær allt framleitt með kolum. Þróuðustu afríkuríkin hafa komist á þann stall, með því að framleiða óhreina orku og mikið af henni, og nýta aðallega til þess kol og mengandi jarðefnaeldsneyti. Kolafíklar, eru stærstu ríkin eins og til dæmis Suður-Afrika kölluð, og afvötnun gengur bæði hægt og illa, Við förum til eins helsta kolaríkis heims, í fylgd Bjarna Péturs Jónssonar.
Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimskviðurBy RÚV

  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3

4.3

15 ratings


More shows like Heimskviður

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

482 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

25 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

131 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

93 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

16 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

36 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

9 Listeners