Skáldkonan Ásta Sigurðardóttir vakti athygli og umtal í lifanda lífi, bæði fyrir listaverk sín og útlit. En eftir stutta og harmræna ævi hefur hún haldið áfram að vekja aðdáun. Í Lestinni dag veltum við fyrir okkur stöðu Ástu í íslenskri menningarsögu og hvernig hún heldur áfram að hafa áhrif á nýjar kynslóðir ungra listakvenna. Lóa ræðir við Viktoríu Blöndal og Steinunni Ólínu Hafliðadóttur.
Við heyrum um nýjustu Pixar-teiknimyndina Turning Red, Rauða breytingin, sem er fyrsta mynd fyrirtækisins sem er leikstýrt af konu. Myndin tekst á við upplifun kínverskra innflytjenda í Kanada, yfirþyrmandi pressu frá foreldrum, og breytingarnar sem eiga sér stað á kynþroskaskeiðinu. En líkami aðalpersónunnar fer skyndilega að taka miklum og vandræðalegum breytingum, í hvert sinn sem hún missir stjórn á tilfinningum sínum breytist hún í risastóra rauða pöndu. Snærós Sindradóttir, útvarpskona á Rás 2 spjallar við Kristján um myndina.
Sölvi Halldórsson flytur pistil um það að opna mjöðmina og spenna rassinn. Hann er með hugann við líkamann og þær hreyfingar sem er manninum frumlægar, eftir að hann skellti sér á námskeið í Primal Movement.