Eggið nefnist stuttmynd eftir Hauk Björgvinsson kvikmyndagerðarmann sem hlaut verðlaun sem besta sci-fi stuttmyndin á kvikmyndahátíð í Bolton á dögunum. Myndin fjallar um samfélag sem vill útrýma ástarsorg og skapar hefðir í kringum makaval sem koma okkur spánskt fyrir sjónir. Haukur tekur sér far með Lestinni í dag.
Í síðustu viku ferðuðumst við um landið og reyndum að snerta internetið. Næstu vikur ætlum við að halda að velta fyrir okkur ýmsum hliðum internetsins. Í dag rifjum við upp söguna af fyrstu skilaboðunum sem voru send yfir arpanetið í kaliforníu - forvera internetsins - fyrir 52 árum síðan.
Nýjasta plata söngkonunnar Adele kom út síðastliðinn föstudag, aðdáendum hennar til mikillar gleði. Þeir höfðu beðið frá 2015 eftir ferskum skammti af ástarsorg og Adele bregst þeim ekki frekar en fyrri daginn. Platan 30 kafar djúpt ofan í skilnað Adele við eiginmann sinn og tilfinningar hennar til barnsins síns á þeim erfiðu tímum og á án efa eftir að verða eitt af helstu sambandsslitalistaverkum okkar tíma - svo lengi sem við hlustum á lögin í réttri röð