Halldór Armand Ásgeirsson flytur okkur pistil í Lestinni í dag og að þessu sinni fjallar hann þá undarlegu trú mannsins að heilbrigð skynsemi sé gagnlegt leiðarljós í tilverunni. Hann segir þetta bábylju, þvert á móti eigum við að reyna að fylgja óheilbrigðri skynsemi.
Í afmælisveislum hér landi er oftar en ekki sunginn söngur fyrir afmælisbarnið. Ólíkt hinum norðurlöndunum, sem eiga sína eigin sérþjóðlegu söngva, þá notast íslendingar fyrst og fremst við hinn ameríska afmælissöng Happy Birthday to you - með íslenskum texta. Í Lestinni í dag heyrum við um sögu afmælislagsins og ræðum við Sigurð Ámundason myndlistarmann sem hefur samið söng sem hann vonast til að geti breiðst út og orðið að hinu nýja afmælislagi.
Og við kynnum okkur falsfrétt sem hefur angrað íslenskar konur í nokkurn tíma, kjaftasögu um að íslensk stjórnvöld borgi erlendum mönnum fyrir að giftast íslenskum piparmeyjum.