Í gær tilkynnti samfélagsmiðillinn Twitter að hönnun stæði yfir á breytingarmöguleika - edit takka - sem gæfi notendum forritsins færi á að breyta tístum sínum eftir að þau eru komin í loftið. Við tökum púlsinn á íslenskum tístverjum og heyrum hvað þeim finnst um breytingatakkann.
Í Kramhúsinu fara fram afró-danstímar nokkrum sinnum í viku undir lifandi trommuslætti. Hjónin Sandra og Mamady kenna þar Gíneskan afródans. Afródans kom fyrst til landsins á tíunda áratugnum og margir þeirra sem dansa vikulega í Kramhúsinu eru iðkendur til margra ára, jafnvel áratuga.
Góðvinur þáttarins, rithöfundurinn og pistlahöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson snýr aftur í Lestina í apríl. Hann er með hugann við endurtekninguna og stríðið í Úkraínu. Hann veltir fyrir sér raunum rússnesks tennisspilara, stöðu frelsisins á vesturlöndum og því hvaða spurninga má spyrja í dag.