Blaðakonan Barbara Demick hefur ferðast um heiminn undanfarinn aldarfjórðung og fjallað um nokkur af lokuðustu samfélögum heims. Í nýjustu bók sinni fjallar hún um bæinn Ngaba í Tíbet sem er einn allra lokaðasti staður í Kína. Við ræddum við Barböru á bókmenntahátíð í Reykjavík í síðustu viku, um starf erlenda fréttaritarans, um ofríki kínverja í Tíbet, og hvað gæti gerst eftir að andlegur leiðtogi Tíbeta, hinn áttræði Dalai Lama, fellur frá.
Í október fer eitt stærsta rafíþróttamót heims fram í laugardagshöll þar sem stjörnur í heimi tölvuleiksins League of Legends takast á. Mótið er stærðarinnar skrautfjöður í hatt Rafíþróttasamtaka íslands sem einblína þó ekki á peningana, heldur setja heilsu og velferð ungs fólks í miðið í sinni vinnu.
Og Steindór Grétar Jónsson flytur okkur pistil um bókina Afropean: Notes from Black Europe eftir Johny Pitts. Pitts þessi nýtir þetta hugtak, afrópean eða afrópskur, til að lýsa sjálfum sér og öðrum svörtum evrópumönnum í bókinni sem er allt í senn ferðabók og djúpköfun hvað það þýðir að vera svartur í Evrópu.