Þegar orðrómur berst um barbara utan bæjarmúra á mærum heimsveldisins, grípa yfirvöld til stöðugt harðari aðgerða gegn meintum innrásarmönnum og bæjarbúum. Þetta er sögusvið skáldsögunnar Beðið eftir barbörunum eftir suður-afríska nóbelsskáldið J.M. Coetzee (koúdsee) sem kom út í íslenskri þýðingu nú á dögunum. Við ræðum við þýðendurna tvo, Sigurlínu Davíðsdóttur og Rúnar Helga Vignisson.
Halldór Armand veltir fyrir sér viskunni og þjáningunni í pistli sínum þessa vikuna. Æskilos, Job og Bobby Kennedy koma meðal annars við sögu í pistlinum.
Og við veltum fyrir okkur þeirri athöfn að biðjast afsökunar og hvað þarf til svo afsökunarbeiðni sé vel tekið. Í vikunni baðst grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon afsökunar á óviðeigandi og fordómafulli gríni sem var tekið á myndband og dreift á samfélagsmiðlum. Andrés Jónsson, almannatengill, kemur í þáttinn og Sema Erla Serdar leggur orð í belg.